Hótel Höfn

Sigurður Mar Halldórsson

Hótel Höfn

Kaupa Í körfu

MUN meira tjón varð á húsakynnum Hótels Hafnar í Hornafirði í bruna sem þar varð á neðstu hæð um miðja síðustu viku en reiknað var með í fyrstu. Skemmdir eru enn að koma í ljós og hótelið verður lokað í einn til tvo mánuði. Raskar það mjög skemmtanahaldi bæjarbúa. Eldurinn kviknaði í gufuklefa á neðstu gistihæð hússins síðastliðinn miðvikudag, líklega út frá gömlum ofni sem þar var en klefinn hefur ekki verið notaður um skeið. Að sögn eigenda hótelsins hleypur tjónið á tugum milljóna og eru skemmdir enn að koma í ljós. MYNDATEXTI: Skemmdir - Reykur og sót fór um allt hús Hótels Hafnar. Iðnaðarmenn hafa unnið að hreinsun og lagfæringum en hótelið verður lokað um tíma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar