Egill Vagn í skólanum

Skapti Hallgrímsson

Egill Vagn í skólanum

Kaupa Í körfu

SKÓLASYSTKINI Egils Vagns Sigurðarsonar í Valsárskóla á Svalbarðseyri tóku honum fagnandi þegar hann mætti í skólann í gærmorgun, enda skyndihjálparmaður ársins 2006. Egill, sem tók við viðurkenningunni í Smáralind í fyrradag eins og fram kom í blaðinu í gær, var ánægður með titilinn en ekki síður með forláta dvd-spilara sem hann fékk einnig að launum. MYNDATEXTI: Stoltur bekkur - Skólafélagarnir tóku vel á móti skyndihjálparmanni ársins. Aftari röð f.v.: Dagbjört, Guðmundur, Valgeir, Kristófer og Daníel og fyrir framan eru Lotta, Egill Vagn, Jóhanna, Almar og Einar kennari.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar