Hlíðarendi í Fljótshlíð

Einar Falur Ingólfsson

Hlíðarendi í Fljótshlíð

Kaupa Í körfu

HÆSTIRÉTTUR hefur viðurkennt eignarrétt manns á íbúðarhúsi á Hlíðarenda í Fljótshlíð og einnig á lóðinni sem húsið stendur á en Héraðsdómur Suðurlands hafði áður hafnað kröfu mannsins. Hæstiréttur taldi að maðurinn hefði ekki getað sýnt fram á að móðir hans hefði keypt húsið en talið var að hefðarréttur hefði myndast. Enginn búskapur hefur verið á Hlíðarenda um árabil og þar dvelst enginn að staðaldri en þar eru íbúðarhús og útihús. Engar framleiðsluheimildir fylgja jörðinni. Við bæjarhlaðið stendur Hlíðarendakirkja, reist 1897, en kirkja hefur staðið á jörðinni allt frá 12. öld. Þar er einnig kirkjugarður. MYNDATEXTI: Eignarréttur - Hæstiréttur hefur viðurkennt eignarrétt manns á íbúðarhúsi á Hlíðarenda í Fljótshlíð og einnig á lóðinni sem húsið stendur á.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar