Loðnuveiðar

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Loðnuveiðar

Kaupa Í körfu

NÚ veiðist loðna á blettum fyrir nær öllu Suðurlandi. Vestast er veiðin við Vestmannaeyjar en austast við Hrolllaugseyjar og vitað er um loðnu enn austar og dýpra. Loðnan er á fullri ferð vestur og hrognafylling orðin um 14 til 15%. Frysting fyrir markaðinn í Japan er því hafin. Jón Axelsson, skipstjóri á Júpíter, var við Eyjar í gær, en í gærmorgun lönduðu þeir um þúsund tonnum í Eyjum. Þá loðnu fengu þeir á Meðallandsbugt. Í gær voru 10 bátar við Eyjar og sagði Jón að þeir væru þar í ágætis lóði. "Þetta er átulaus loðna og fallegasta hrygna. Það virðist mikið af loðnu á ferðinni, ekki bara hér heldur víða, meðal annars á Skarðsfjörunni," sagði Jón. Hann var búinn að kasta tvisvar og hafði fengið 150 og 200 tonn. "Maður þarf að átta sig á straumnum," sagði hann.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar