Baugsmál 15. feb. 2007

Sverrir Vilhelmsson

Baugsmál 15. feb. 2007

Kaupa Í körfu

Það er við engan að sakast nema settan ríkissaksóknara," sagði Arngrímur Ísberg dómsformaður eftir að hann hafði stöðvað yfirheyrslu saksóknarans yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í gær. Saksóknarinn mótmælti harðlega en dómarinn sagði málið útrætt. Þinghaldið í gær hófst klukkan 13 og um klukkan 14.45 spurði Arngrímur Ísberg dómsformaður Sigurð Tómas, settan ríkissaksóknara, hversu langan tíma hann teldi að það tæki hann að klára yfirheyrsluna og fékk það svar að líklega væru um þrír klukkutímar eftir. Arngrímur tilkynnti þá að saksóknari yrði að ljúka spurningum sínum klukkan 16.15, þá yrði gert 15 mínútna hlé og síðan gætu verjendur spurt til klukkan 18. Sigurður Tómas mótmælti þessu harðlega og kvað þetta geta stefnt sönnunarfærslu sinni varðandi lið 18, sem varðar meintan fjárdrátt í tengslum við rekstur Thee Viking, í tvísýnu. MYNDATEXTI Stöðvaður Sigurði Tómasi Magnússyni tókst ekki að ljúka yfirheyrslunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar