Heiðmörk

Ragnar Axelsson

Heiðmörk

Kaupa Í körfu

ORKUVEITA Reykjavíkur sendi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur í gær umsögn vegna framkvæmdaleyfis til handa Kópavogsbæ vegna lagningar vatnsleiðslu um Heiðmörk. Óhætt er að segja að OR geri alvarlegar athugasemdir við umgengni verktaka Kópavogsbæjar innan umráðasvæðis OR í Heiðmörk, en framkvæmdir voru sem kunnugt er stöðvaðar sl. föstudag þegar í ljós kom að skipulagsráð Reykjavíkur var ekki búið að veita framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni. MYNDATEXTI: Slæm umgengni - Í athugasemdum OR kemur fram að verktakar hafi raskað landi meira en þörf var á í Heiðmörk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar