Erró sýning í Listasafni Reykjavíkur

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Erró sýning í Listasafni Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

ÞESSA dagana stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur sýning á 100 vatnslitamyndum eftir Erró. Myndirnar eru flestar í eigu listamannsins og hafa þær ekki verið sýndar hér á landi áður, enda margar hverjar frá síðustu árum. Myndefnið er fjölbreytt og byggist á klippimyndum sem listamaðurinn vinnur upp úr hinum ýmsu prentmiðlum samtímans, þó aðallega myndasögum. Stúlka úr sjötta bekk Álftanesskóla skoðar sýninguna af áhuga og af svipbrigðunum að dæma líkar henni vel það sem fyrir augu ber.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar