Vigdís Finnbogadóttir
Kaupa Í körfu
NÝJASTA hefti tékkneska bókmennta- og menningartímaritsins Host er að stórum hluta tileinkað íslensku máli, bókmenntum og menningu. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, ritar grein um íslenska tungu, sögu hennar og sérkenni, Friðrik Rafnsson, bókmenntafræðingur og þýðandi, fjallar um íslenska samtímamenningu, Marta Bartoskova, bókmenntafræðingur og þýðandi, fjallar um íslenskar samtímabókmenntir og birtir eru kaflar úr bókum eftir rithöfundana Sjón, Vigdísi Grímsdóttur, Gyrði Elíasson og Sigurbjörgu Þrastardóttur. Þá er það hefð í tímaritinu að birta fjölda ljósmynda eftir sama ljósmyndarann í hverju tölublaði, en að þessu sinni hlýtur íslenski ljósmyndarinn Guðmundur Ingólfsson þann heiður, en birtar eru um tuttugu ljósmyndir í tímaritinu, allar teknar hér á landi. MYNDATEXTI Vigdís Finbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, ritar grein um íslenska tungu, sögu hennar og sérkenni í menningartímaritið Host.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir