Riot

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Riot

Kaupa Í körfu

ÞEGAR ég var beðinn um að ræða við spánnýja hljómsveit sem héti Riot gerði ég ósjálfrátt ráð fyrir því að þar færi ung og upprennandi harðkjarnasveit, skipuð nokkrum svartklæddum unglingspiltum með brjálað bölmóðsrokk að vopni. Ég rak því upp stór augu þegar ég fékk sendan póst með liðsskipaninni. Riot er nefnilega skipuð þeim Birni Thoroddsen og Halldóri Bragasyni gítarleikurum, Jóni Ólafs píanóleikara, Jóni Rafnssyni bassaleikara og Ásgeiri Óskarssyni trymbli. Sannkallað stórskotalið þar á ferð. MYNDATEXTI: Óeirðir - Hugmyndin að Riot fæddist er Halldór var gestur Björns á tónleikaröð á Q-bar síðasta sumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar