Olíublautir fuglar á Suðurnesjum

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Olíublautir fuglar á Suðurnesjum

Kaupa Í körfu

UMHVERFISSTOFNUN telur ekki að fuglastofnum stafi bráð hætta af olíumengun sem orðið hefur vart við í fiðri fugla á Suðurnesjum. Forstöðumaður Náttúrustofu Reykjaness segir alltaf alvarlegt þegar fuglar lendi í olíu en tekur undir það að afleiðingarnar séu ekki alvarlegar, það er að segja ef ekki verður vart við fleiri olíublauta fugla. Aðeins fundust örfáir olíusmitaðir fuglar í gær og er það mikil breyting frá því um helgina þegar hundruð fugla sáust með bletti í fiðri. MYNDATEXTI: Olíublaut - Æðarkolla sem hafði lent í olíu var tekin og farið með hana til rannsóknar og hreinsunar í Húsdýragarðinum í Reykjavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar