Olía í fjöru á Suðurnesjum

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Olía í fjöru á Suðurnesjum

Kaupa Í körfu

STARFSMENN Náttúrufræðistofu Reykjaness fundu fáa olíublauta fugla þegar þeir gengu úr Sandgerði og út á Garðskaga í gær. Þeir fréttu hins vegar af þangbingjum í sjávartjörn á Hvalsnesi, löðrandi í olíu. Hvorki er hægt að fullyrða að hún tengist skipinu Wilson Muuga, sem strandaði þar rétt hjá, né að fuglarnir hafi smitast þar af olíu. MYNDATEXTI: Olía í fjöru - Þang í sjávartjörn við Gerðakot á Hvalsnesi er löðrandi í olíu. Óvíst er um upptökin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar