Grindavík - Keflavík

Grindavík - Keflavík

Kaupa Í körfu

JÓHANN Þórhallsson, framherji Grindavíkur, hefur eflaust rennt yfir það seint í gærkvöldi hvernig hann framkvæmdi vítaspyrnu í fyrri hálfleik í gær gegn grannaliðinu úr Keflavík í Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Jóhann skaut boltanum í slá og yfir markið en hann kom síðan Grindavík yfir áður en Guðmundur Steinarsson jafnaði fyrir Keflavík úr vítaspyrnu. Það var erfitt að sýna gæðafótbolta í nepjunni í Grindavík í gær og var ,,Kári" oftar en ekki í aðalhlutverki og greip oft inn í aðgerðir beggja liða. MYNDATEXTI: Sinisa Kekic, framherji Grindvíkinga, sækir að Guðjóni Antoníussyni, varnarmanni Keflvíkinga. Jónas Guðni Sævarsson fylgist spenntur með. Kekic sýndi fína takta í leiknum og lagði m.a. upp mark Grindavíkur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar