Olíublautir fuglar á Suðurnesjum

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Olíublautir fuglar á Suðurnesjum

Kaupa Í körfu

STARFSMENN Náttúrustofu Reykjaness flugu ásamt fulltrúum Umhverfisstofnunar yfir svæði í nágrenni Sandgerðis og Garðs í gær án þess þó að sjá neina olíumengun. Hins vegar fannst dauð og olíublaut æðarkolla við Hvalsnes þar sem flutningaskipið Wilson Muuga hefur legið á strandstað í rúma tvo mánuði. Er fuglinn hinn fyrsti sem finnst dauður úr olíumengun. Að sögn Sveins Kára Valdimarssonar, forstöðumanns NR, þarf að ganga fjörur og skoða viss svæði betur. Eru þetta svæði inn að Ósabotnum og Hvalsnes. MYNDATEXTI: Olíumengun - Það gæti skýrst í vikunni hvort olíumengun úr Wilson Muuga hafi valdið þeirri ógn sem steðjar að fuglum við Garðsskaga.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar