Íslenskuverðlaun grunnskóla

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Íslenskuverðlaun grunnskóla

Kaupa Í körfu

NÝJUM íslenskuverðlaunum fyrir reykvíska grunnskólanema var ýtt úr vör í gær, á alþjóðlegum degi móðurmáls. Verðlaununum, sem nefnast einfaldlega Íslenskuverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar, verður úthlutað árlega, á Degi íslenskrar tungu hinn 16. nóvember. Markmið þeirra er að auka áhuga æskufólks á tungunni og hvetja það til framfara. Getur sérhver grunnskóli í Reykjavík tilnefnt þrjá nemendur eða nemendahóp sem tekið hafa framförum eða náð góðum árangri í íslensku, hvort sem þeir hafa hana að móðurmáli eða læra hana sem annað tungumál.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar