Hundakerra með loftræstingu

Ingólfur Guðmundsson

Hundakerra með loftræstingu

Kaupa Í körfu

KOMIN er á markað hundakerra sem hægt er að tengja aftan í bíla. Hún er hugsuð fyrir þá sem eru t.d. á fólksbíl án skuts eða þá sem ekki vilja hafa hundana inni í bílnum. Loftræsting er í kerrunni og hitastillikerfi. Þeir sem nota hunda mikið við vinnu, eru á leið í veiðar eða eitthvað slíkt, geta verið rólegir með hundana sína vitandi að þeir hafa það gott í kerrunni og þar er gott að láta þá hvíla sig. Tvöfaldar læsingar eru á kerrunni. Ofan á kerrunum er síðan geymslupláss þar sem hægt er að geyma allt sem tilheyrir hundunum. Dýrheimar flytja inn kerruna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar