Friðgeir Jóhannesson
Kaupa Í körfu
Ég er búin að vera með þennan hund í sjö ár," segir Friðgeir Jóhannesson, en hann var annar maðurinn á Íslandi sem fékk blindrahund sér til aðstoðar. Áður hafði Guðmundur Gunnarsson verið með blindrahundinn Tiggy á árunum 1957–1962. Erró hefur verið Friðgeiri tryggur fylginautur í þessi sjö ár sem liðin eru síðan leiðir þeirra lágu saman. "Við höfum átt mjög gott samstarf," heldur Friðgeir áfram, "það eina sem hefur komið upp á er að ég missti eiginlega trúna á hann einu sinni. Kannski var það kjarkurinn minn, en ég treysti honum ekki um tíma. Svo fékk ég danskan hundaþjálfara til að koma og kíkja á hann og við fórum nokkrar ferðir saman og þá kom í ljós að það var ég sem var bara hræddur, það var ekkert að hundinum," segir Friðgeir og beygir sig niður til að strjúka Erró, sem lætur sér gælurnar afar vel líka. "Síðan hefur þetta gengið nánast alveg snurðulaust, við lendum auðvitað í því öðru hvoru að fara einhverja eintóma vitleysu," segir Friðgeir, "en það er bara eins og gengur og gerist. Ég segi honum til um hvert hann á að fara, til hægri eða vinstri, og stundum fer ég einni götu of langt eða einni götu of stutt," segir hann og kímir, bendir þó sérstaklega á að hann hafi augljóslega alltaf skilað sér heim. MYNDATEXTI Friðgeir og Erró fara í góðan göngutúr á hverjum degi, oft ganga þeir lengri hringinn í Elliðaárdalnum.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir