Silvía Nótt

Silvía Nótt

Kaupa Í körfu

Hin undurfagra og fræga Silvía Nótt er nú stödd, ásamt fríðu föruneyti, í Suður-Ameríku við tökur á einu dýrasta tónlistarmyndabandi Íslandssögunnar. Mikil leynd hvílir yfir gerð myndbandsins en eitt er víst, að slíkt myndband hefur ekki verið gert áður hér á landi. Silvía kemur aftur til landsins í næstu viku enda á fullu við að undirbúa útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar sem kemur út 1. apríl næstkomandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar