Kringlan 5

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Kringlan 5

Kaupa Í körfu

Ekki eru ýkja mörg ár síðan fasteignafélög, sem sérhæfa sig í rekstri, þróun og uppbyggingu atvinnuhúsnæðis, tóku að hasla sér völl hér á landi. Á tiltölulega fáum árum hefur þessum félögum fjölgað umtalsvert og eignasöfn þeirra hafa þanist út um marga tugi ef ekki hundruð prósenta þó vöxturinn í fermetrum talið kunni að vera nokkru minni. Árið 2002 voru Stoðir og Landsafl stærst fasteignafélaganna með eignir á bilinu 30-40 milljarða. Nú hafa fleiri félög bæst við og nema eignir sex þeirra stærstu liðlega 80 milljörðum króna og fyrirsjáanlegt að þær aukist enn frekar á næstu misserum og fari þá yfir 100 milljarða króna. MYNDATEXTI: Klasi á nú húsnæði Sjóvár-Almennra og einnig húsnæði Morgunblaðsins í Kringlunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar