Landspítali - háskólasjúkrahús
Kaupa Í körfu
Með sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík árið 2000 varð til langstærsti vinnustaður landsins með rúmlega 5.000 starfsmönnum í tæplega 4.000 stöðugildum. Ingibjörg Pálmadóttir, sem var heilbrigðisráðherra á þessum tíma, segir sameiningu ekki endanlega lokið fyrr en byggður verði nýr spítali. Stjórnendur Landspítalans telja þó árangur sameiningar þegar mikinn, jafnt faglega sem rekstrarlega. Það hefur ekki verið sársaukalaust að ná þeim markmiðum. Krafist hefur verið aðhalds í rekstri, álag á starfsfólk hefur aukist og deilur hafa risið um stjórnun spítalans. Þá er húsnæðið alltof lítið. Hluta vandans má rekja til sameiningarinnar en spurningin er hins vegar sú hvort lausnin felist í byggingu nýs sjúkrahúss. MYNDATEXTI: Nýr spítali mun rísa við Hringbraut Byggingarlóð Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut er tæplega 175 þúsund fermetrar. Hún afmarkast að norðan af Eiríksgötu, Barónsstíg og gömlu Hringbraut og að sunnan af nýrri Hringbraut. Á lóðinni mega Landspítali og Háskóli Íslands vera með byggingar upp á 170 þúsund fermetra
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir