Beint frá býli

Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Beint frá býli

Kaupa Í körfu

VINNUHÓPUR undir nafninu Beint frá býli hefur undanfarin tvö ár unnið í samstarfi við bændur og aðra hagsmunaaðila að því að gera vinnslu og sölu á heimaunnum afurðum að raunhæfum kosti bæði fyrir bændur og neytendur. Verkefnið var kynnt í gær á veitingastaðnum Friðriki V á Akureyri þar sem boðið var upp á sýnishorn af ýmsum mat beint frá býli. MYNDATEXTI: Skál! - Boðið var upp á ljúffengan mysudrykk í gær. Guðni Ágústsson og Einar Már Sigurðarson dreypa á en Kristján L. Möller metur stöðuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar