Carnegie Art

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Carnegie Art

Kaupa Í körfu

Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, má um þessar mundir sjá verk eftir 24 norræna listamenn sem unnin hafa verið á síðustu tveimur árum, þar eð þau eiga að gefa spegilmynd af norrænni málaralist samtímans. Carnegie Art Award-verðlaununum var komið á fót árið 1998, til að styðja framúrskarandi listamenn á Norðurlöndum og efla norræna samtímamálaralist, og var í fyrstu árlegur viðburður en frá og með 2003 mun hann fara fram annað hvert ár. Eins og kom fram í blaðinu í gær hafa einnig verið gerðar fleiri breytingar, sem felast í því að Carnegie Art-verðlaunin hafa verið tvöfölduð auk þess sem forystuaðila á vettvangi myndlistar er boðið að taka þátt í síðari fundi dómnefndar, þegar ákveðið er hverjir skuli hljóta myndlistarverðlaunin og styrkinn. MYNDATEXTI: Anne Folke, framkvæmdastjóri Carnegie Art Award, Eggert Pétursson, annar tveggja Íslendinga sem taka þátt í sýningunni, og Ulrika Levén er verið hefur sýningarstjóri Carnegie Art Award-sýningarinnar frá upphafi. Í bakgrunni má sjá framlag Eggerts til sýningarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar