Hrafntinna möluð í Þorlákshöfn

Brynjar Gauti

Hrafntinna möluð í Þorlákshöfn

Kaupa Í körfu

BÚIÐ er að mylja alla hrafntinnuna sem tínd var í Hrafntinnuskeri sl. haust og er ætluð til viðgerða á Þjóðleikhúsinu. Samkvæmt verkáætlun er gert ráð fyrir að byrja á steiningu hússins í maí en að sögn múrarameistara hjá Línuhönnun var ekki seinna vænna að mylja hrafntinnuna nú til þess að steinblandan yrði tilbúin í tæka tíð. MYNDATEXTI: Bíður úrvinnslu - Hjá Jarðefnaiðnaði í Þorlákshöfn verður hrafntinnan þvegin og flokkuð til að hægt sé að nota hana í klæðningu Þjóðleikhússins. Gert er ráð fyrir að byrja á verkinu á næstu dögum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar