Christian Praetorius

Brynjar Gauti

Christian Praetorius

Kaupa Í körfu

SPURNINGIN um notagildi rannsókna er ávallt nokkuð flókin, við erum að gera fremur einfalda rannsókn en hugsanlegt er að niðurstöðurnar varpi ákveðnu ljósi á rannsóknir á krabbameini, s.s. einhverjum tegundum af húðkrabbameini," segir Christian Praetorius sem hlaut tveggja ára styrk úr Háskólasjóði vegna verkefnisins "Markgen stjórnpróteinsins Mitf í litfrumum og sortuæxlum". Praetorius, sem lauk meistaraprófi frá líf-, efna- og lyfjafræðideild Freie Universitat í Berlín, haustið 2005, segist afar ánægður með styrkinn sem muni leggja mikið á vogarskálarnar hvað rannsóknirnar varðar. Aðspurður um niðurstöður segir hann að rannsóknin taki líklega um tvö ár. MYNDATEXTI Christian Praetorius

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar