Fjölnir - Njarðvík 75:89

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fjölnir - Njarðvík 75:89

Kaupa Í körfu

"ÉG er ánægður með að vinna sannfærandi sigur og vinna deildarmeistaratitilinn," sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir að lið hans tryggði sér titilinn með 89:75-sigri á Fjölni í Grafarvoginum. "Ég er mjög ánægður með fyrri hálfleikinn en þriðji leikhluti var lélegur hjá okkur, sérstaklega vörnin. Við stefndum á að halda Fjölni í sjötíu stigum og vorum ekki langt frá því markmiði og ef ekki hefði verið fyrir þriðja leikhluta hefði það tekist." MYNDATEXTI: Bestir - Brenton Birmingham leikmaður Íslandsmeistaraliðs Njarðvíkur átti ekki í vandræðum með að skora gegn Nemanja Sovic og félögum hans úr Fjölni í Grafarvogi í gær. Fallbarátta Fjölnis heldur áfram en útlitið er dökkt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar