Fuglagerð fyrir Ísafjarðarkirkju

Halldór Sveinbjörnsson

Fuglagerð fyrir Ísafjarðarkirkju

Kaupa Í körfu

FUGLAR himins nefnist listaverk Ólafar Nordal sem gegna mun hlutverki altaristöflu Ísafjarðarkirkju og verður sett upp í júlí nk. Um helgina fengu bæjarbúar á Ísafirði tækifæri til að koma að gerð töflunar með beinum hætti en það samanstendur af ríflega fimm hundruð lóum mótuðum úr leir. Bæjarbúar bjuggu til sínar lóur og var þátttakan afar góð, að sögn Ólafar, og fólk á öllum aldri mætti til að taka þátt. "Það var einnig opið alla vikuna og krakkar úr grunnskólanum komu og gerðu lóur. Í vikunni hafa komið um fjögur hundruð manns og það eru komnar 525 lóur," segir Ólöf en markmiðið var fimm hundruð. Ein vinnustofa er eftir og verður hún haldin í dymbilvikunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar