Tónlistarhópurinn Nordic Affect

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Tónlistarhópurinn Nordic Affect

Kaupa Í körfu

KAMMERHÓPURINN Nordic Affect heldur tónleika í Bókasal Þjóðmenningarhússins í dag kl. 17. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í fyrirhugaðri tónleikaröð hópsins í Þjóðmenningarhúsinu sem styrkt er af Reykjavíkurborg, Glitni, Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur, Tónlistarsjóði og Menningarsjóði FÍH. Tónleikarnir bera yfirskriftina "Girni og viður" og leikin verður hljóðfæratónlist frá barokktímabilinu, allt frá hinum framúrstefnulegu strengjaverkum Marini og Merula til eins frægasta flautuverks sögunnar, h-moll svítunnar eftir J.S.Bach. Kammerhópurinn er sá fyrsti hérlendis sem er skipaður fólki sem hefur sérhæft sig í flutningi tónlistar á upprunaleg hljóðfæri. Aðgangseyrir er 2.000 kr., 1.500 fyrir námsmenn. Nánari upplýsingar eru á www.thjodmenning.is.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar