Vildarkort fyrir eldri borgara

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Vildarkort fyrir eldri borgara

Kaupa Í körfu

HAFNARFJARÐARBÆR hefur látið útbúa vildarkort fyrir Hafnfirðinga 67 ára og eldri. Kortið gefur eldri borgurum færi á að fara frítt á söfn bæjarins; Hafnarborg og Byggðasafn Hafnarfjarðar. Einnig geta þeir lesið bókakost Bókasafnsins sér að kostnaðarlausu þar sem árgjaldið verður fellt niður. Handhafar kortsins geta auk þess slakað á í sundlaugum bæjarins endurgjaldslaust og ferðast frítt með strætó. Í þjónustuveri í Ráðhúsi Hafnarfjarðar verður hægt að ná í sérstaka frímiða í strætó. MYNDATEXTI: Afhending - Sigurður Hallgrímsson og Erna Fríða Berg taka við fyrstu vildarkortunum úr hendi bæjarstjórans, Lúðvíks Geirssonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar