Ármann Helgason og Hallfríður Ólafsdóttir

Einar Falur Ingólfsson

Ármann Helgason og Hallfríður Ólafsdóttir

Kaupa Í körfu

SUMARTÓNLEIKAHEFÐINA í Skálholti má rekja aftur til ársins 1975 og hefur dagskrá tónleikaraðarinnar í sumar til þessa verið ansi fjölbreytt. Staðartónskáldin tvö, Úlfar Ingi Haraldsson og Doina Rotaru, frumfluttu ólík verk og mátti meðal annars heyra elektrónísk hljóð og verk samin í anda rúmenskar þjóðlagatónlistar í Skálholtskirkju fyrr í sumar. Fjöldi viðburða til viðbótar hefur svo fært alls kyns hljóma inn í kirkjuna. Í dag hefst síðasta tónleikahelgin í sumar og óhætt er að segja að fjölbreytnin verði áfram í fyrirrúmi, meðal annars verður boðið upp á tónlistarguðsþjónustu, fyrirlestur og tónlistarsmiðju auk fjölda tónleika og verða sjaldheyrð hljóðfæri þar áberandi. MYNDATEXTI: Ármann Helgason og Hallfríður Ólafsdóttir, meðlimir Camerarctica-hópsins, með klassískt klarinett og klassíska flautu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar