Menningarhúsið

Skapti Hallgrímsson

Menningarhúsið

Kaupa Í körfu

SAMKVÆMT frumvarpi að þriggja ára áætlun Akureyrarbæjar, sem afgreidd verður á fundi bæjarstjórnar í dag, er gert ráð fyrir framkvæmdum á tímabilinu 2008 - 2010 fyrir rúma 4,8 milljarða króna. Mestu fé verður varið í framkvæmdir í skóla-, menningar- og íþróttamálum. Þar má nefna framkvæmdir við menningarhús sem áætlað er að ljúki vorið 2009, fyrsti áfangi Naustaskóla verður tekinn í notkun 2009 og íþróttahús með áherslur á skólaíþróttir og fimleika við Giljaskóla mun einnig verða tilbúið árið 2009, að sögn Sigrúnar Bjarkar Jakobsdóttur bæjarstjóra. MYNDATEXTI: Byggt yfir menninguna - Litli sjómaðurinn er ekki langt undan framkvæmdum við menningarhúsið en kippir sér ekki neitt upp við þær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar