Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og tónskáld

Brynjar Gauti

Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og tónskáld

Kaupa Í körfu

Ýmsir halda því fram að íslensk list hafi löngum verið innblásin af landslagi og náttúru Íslands. Það á ekki síst við um tónlist. Forðum sáust merki þess í verkum manna á borð við Pál Ísólfsson og Jón Leifs og nú á dögum hjá Björk og Sigur Rós sem borið hafa hróður Íslands um víðan völl. Hilmar Örn Hilmarsson tónskáld og tónlistarmaður tekur undir þetta sjónarmið. "Það er mikið talað um það að íslensk tónlist sé á einhvern hátt innblásin af landslaginu. Þetta kann að vera farið að nálgast ákveðna klisju en er samt það sterkt að þegar Jane Campion fékk mig til að gera músíkina við myndina sína In the Cut var það vegna þess að þær framleiðandinn, Laurie Parker, voru að leita að dökkri tónlist sem kæmi skynjanlega frá norðurhveli jarðar," segir hann. MYNDATEXTI: Innblástur -"Náttúra landsins er ægifögur en afskaplega illa plönuð," segir Hilmar Örn Hilmarsson, tónskáld og allsherjargoði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar