Baráttudagur kvenna, Grand hótel

Sverrir Vilhelmsson

Baráttudagur kvenna, Grand hótel

Kaupa Í körfu

NÚVERANDI jafnréttislög duga ekki. Til að tryggja konum og körlum jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf verða launakerfi að vera gagnsæ og kynhlutlaus auk þess sem upplýsingar um laun verða að vera aðgengilegar. Þetta kom fram í ávarpi sem dreift var á fundi á Grand hóteli í gær í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Að fundinum stóðu ASÍ, Bandalag háskólamanna, BSRB, Kennarasamband Íslands, KRFÍ, SÍB, Jafnréttisráð og Jafnréttisstofa. MYNDATEXTI Jafnrétti Baráttumenn kvenna fengu sér hádegismat saman á Grand hóteli í gær í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Fundargestir hlýddu einnig á fróðleg erindi um jafnrétti kynjanna og málefni innflytjenda.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar