Farmur flutningabíla

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Farmur flutningabíla

Kaupa Í körfu

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu ásamt umferðareftirliti Vegagerðarinnar hafði afskipti af um 20 flutningabílum á Suðurlandsvegi í gær vegna frágangs á farmi og fleiri atriða. Um helmingur ökumannanna var kærður fyrir brot á reglugerð um frágang farms og ganga þurfti enn lengra með fjóra úr hópnum með því að kyrrsetja þá. Þótti frágangur farms á bílum þeirra svo slælegur að ekki var talið forsvaranlegt að leyfa þeim að halda áfram. Á 30 mínútum voru þrír bílar kyrrsettir þar sem farmur skagaði of hátt upp fyrir hliðarvarnir bílanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar