Magnús Stefánsson og Jón Sigurðsson

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Magnús Stefánsson og Jón Sigurðsson

Kaupa Í körfu

MAGNÚS Stefánsson félagsmálaráðherra þurfti að óska eftir hléi á ræðu sinni um áætlun í jafnréttismálum á Alþingi í gær vegna blóðsykurfalls. Magnús hafði ekki talað nema í nokkrar mínútur þegar honum sortnaði fyrir augum, yfirgaf ræðustól og fór úr þingsal. Uppi varð nokkur fótur og fit í þinghúsinu og þingmenn hópuðust að Magnúsi til að ganga úr skugga um að ekkert alvarlegt amaði að. MYNDATEXTI Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra spurði Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra í þinghúsinu í gær um líðan hans og klappaði honum á öxlina. Jón hélt svo á blaðamannafund um auðlindamálið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar