Haukar - Grótta

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Haukar - Grótta

Kaupa Í körfu

"VIÐ náðum að gera það sem við töluðum um fyrir leikinn, þétta vörnina og loka á Önnu Úrsúlu og láta skytturnar þeirra skjóta fyrir utan," sagði Einar Jónsson, þjálfari Hauka, eftir öruggan sigur liðsins á Gróttu í úrslitum SS-bikarkeppni kvenna á laugardaginn. Þar vörðu Haukar bikarmeistaratitil sinn frá því í fyrra og unnu 26:22 eftir að hafa náð mest sjö marka forystu í síðari hálfleik. "Það er alveg ljóst að 10. mars verður hér eftir þjóðhátíðardagur á mínu heimili," sagði þjálfarinn kampakátur og strauk rauðan kambinn, en hann hafði látið lita rauðan hanakam á sig fyrir leikinn. MYNDATEXTI: Fögnuður - Haukastúlkur fagna, frá vinstri eru Helga Torfadóttir, Sigrún Brynjólfsdóttir, Erna Halldórsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir og Sandra Stojkovic.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar