Haukar - Grótta

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Haukar - Grótta

Kaupa Í körfu

HAUKAKONUR dreifðu markaskorinu nokkuð vel á sig í bikarúrslitaleiknum því tíu leikmenn náðu að skora mark á meðan sex skoruðu fyrir Gróttu. Þær Ramune Pekarskyte og Hanna Guðrún Stefánsdóttir urðu markahæstar í liði Hauka með sjö mörk hvor, Ramune með fimm langskotum og tveimur gegnumbrotum en Hanna Guðrún gerði fjögur úr hraðaupphlaupum, eitt úr víti og tvö með gegnumbrotum. "Þetta var æðislegur leikur og alveg frábært að vinna - það er æðislegt," sagði litháíska stórskyttan Ramune Pekarskyte, himinlifandi með sigurinn á Gróttu. MYNDATEXTI: Hetjan - Haukakonur hófu Ramune Pekarskyte á loft eftir sigurinn enda lék hún vel og hér er henni fagnað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar