Stjarnan - Fram

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Stjarnan - Fram

Kaupa Í körfu

"BÆÐI fyrir leikinn núna og bikarúrslitaleikinn í fyrra meiddist ég skömmu fyrir leikinn og ég fékk nokkra daga til þess að jafna mig. Fyrir vikið náði ég að koma vel hvíldur fyrir úrslitaleikina og mætti mjög vel stemmdur til þeirra, hreinlega brjálaður, ég hef enga aðra skýringu á góðum leik mínum núna og í úrslitaleiknum í fyrra," sagði Roland Valur Eradze, markvörður Stjörnunnar, sem varði 29 skot í úrslitaleiknum við Fram og lék þar sem sama leikinn og gegn Haukum í úrslitum bikarsins þegar hann varði sem berserkur og lagði grunninn að sigri Stjörnunnar þá, líkt og nú. MYNDATEXTI: Roland Valur Eradze

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar