Eldri menn í starfi hjá Húsasmiðjunni

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Eldri menn í starfi hjá Húsasmiðjunni

Kaupa Í körfu

NÝ viðhorfskönnun sem Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) lét gera meðal eldri borgara í lok febrúar leiðir í ljós að 66% fólks á aldrinum 65-71 árs telja að verslunarstörf henti eftirlaunaþegum mjög vel eða frekar vel. Samkvæmt sömu könnun hafa 53,4% þeirra eftirlaunaþega, sem ekki eru starfandi, áhuga á atvinnuþátttöku ef það skerðir ekki ellilífeyri þeirra. MYNDATEXTI: Verðmætur starfskraftur - HÚSASMIÐJAN er eitt þeirra fyrirtækja sem markað hafa sér stefnu um að ráða eldra fólk til starfa. "Ég tel eldri starfsmenn vera mjög verðmætan starfskraft fyrir fyrirtækið," segir Grétar Samúelsson starfsmaður þar. Með honum eru Kristinn Birgisson (t.v.) og Kristinn Ástvaldsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar