Hljómsveitin Hjálmar og Þorsteinn Einarsson

Hljómsveitin Hjálmar og Þorsteinn Einarsson

Kaupa Í körfu

Ætli megi ekki segja að tónlistin og fjölskyldan eigi hug minn allan enda er ég mikill fjölskyldumaður og kýs að verja frítímanum sem mest með konunni og börnunum. Uppskrift að góðri helgi í mínum huga er að vera heima í faðmi fjölskyldunnar, fá gesti, heimsækja afa og ömmu, fara út á róló að leika með krökkunum, fara í sund og svo er alltaf gaman í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Í sumarfríum finnst mér notalegt að leigja sumarhús, innanlands eða utan," segir Þorsteinn Einarsson, söngvari og gítarleikari í hinni ástsælu "fyrrum" hljómsveit Hjálmum, þegar hann er spurður út í áhugamálin. MYNDATEXTI: Fjölskyldumaður - Í frítímanum finnst Þorsteini Einarssyni skemmtilegast að leika með krökkunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar