Jeppaferð með Norðmönnum

Jeppaferð með Norðmönnum

Kaupa Í körfu

Á GÓÐVIÐRISDÖGUM um helgar liggur stundum straumur jeppa og manna á fjöll og jökla. Um síðustu helgi var staddur á Íslandi 22 manna hópur Norðmanna úr 4x4 klúbbi sem Norðmaðurinn Trygve Haug stofnaði fyrir þremur árum. Trygve er einn af eigendum Birger N. Haug, sem er stærsta Nissan og Subaru umboð Noregs og fyrirtækið er í samstarfi við Fjallasport um breytingar á jeppum. Trygve lét senda á undan sér Nissan Patrol jeppa sinn til Íslands og þar var honum breytt fyrir 38 tomma dekk hjá Fjallasporti. Þetta var farkostur Trygve í ferðinni upp að Landmannalaugum um síðustu helgi. MYNDATEXTI Jeppar á 38 til 46 tommu dekkjum ösla vatnið við Landmannalaugar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar