Kaupþing - Aðalfundur

Kaupþing - Aðalfundur

Kaupa Í körfu

KAUPÞING banki hefur eins og er fé til þess að kaupa upp banka eða fjármálafyrirtæki fyrir 1,5 milljarða evra eða jafngildi um 135 milljarða íslenskra króna. Þá hefur stjórn bankans fengið heimild til þess að auka hlutafé um 20% sem miðað við núverandi gengi bréfa Kaupþings myndi skila honum hátt í 150 milljörðum króna. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um kaup á banka eða fjármálafyrirtæki að svo stöddu en Kaupþing banki vill vera í stakk búinn til slíkra kaupa ef rétt tækifæri býðst. MYNDATEXTI Sigurður Einarsson sagði að í ljósi neikvæðrar umræðu um íslensku bankana í fyrra og mikils andbyrs sem Kaupþing banki hefði mætt um tíma mætti segja að afkoman í fyrra væri ekkert minna en ótrúlegt afrek.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar