Innlit

Innlit

Kaupa Í körfu

Þegar ég kem inn á önnur heimili hættir mér til að fara að raða öllu upp á nýtt. Þetta er hálfgerður veikleiki, sem hefur fylgt mér frá barnæsku. Þessi áhugi minn á fallegum hlutum og fallegri hönnun er að heita má meðfæddur enda tekur mitt eigið heimili sífelldum breytingum eftir því í hvernig skapi ég er hverju sinni. Maðurinn minn kippir sér svo sem ekkert upp við þessa áráttu mína og lætur þetta ekkert trufla sig. Honum virðist líka það bara nokkuð vel að búa hérna, en ef ég á að vera hreinskilin, þá segir heimilið líklega meira um mig en hann. Líklega myndi ég ekki vilja búa inni á hans heimili, ef hann fengi alfarið að ráða, því ég er handviss um að það yrði þá mjög látlaust og mínimalískt. Mér finnst svoleiðis heimili bæði flott og fín, en ég gæti aldrei búið í svoleiðis umhverfi," segir Ásdís Lovísa Grétarsdóttir, íbúi í Vesturbænum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar