Andrea Dögg Sigurðardóttir

Sverrir Vilhelmsson

Andrea Dögg Sigurðardóttir

Kaupa Í körfu

Það er líf og fjör á heimili fimm manna fjölskyldu þar sem hundur og tveir kettir eiga sér samastað. Cavalier- hundurinn Krummi og "kattarparið" Snæfinnur og Kamilla eru góðir félagar Andreu Daggar Sigurðardóttur, 14 ára stúlku, og fjölskyldu hennar á Seltjarnarnesinu. Andrea er mikill dýravinur og það kom sér vel fyrir tvo yfirgefna kettlinga sem móðir hennar, Dóra Arnardóttir, fann fyrir nokkru rétt hjá Mýrarhúsaskóla. MYNDATEXTI: Dýravinur - Andrea með fangið fullt af köttum - Kamillu og Snæfinni - og Krummi þeim við hlið. Móðir hennar fann kalda kettlinga við Mýrarhúsaskóla sem fjölskyldan fóstraði um stund.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar