Grindavík - Kärnten frá Austurríki

Grindavík - Kärnten frá Austurríki

Kaupa Í körfu

LEIKMENN Grindvíkinga og þeir sem að liðinu standa eiga svo sannarlega um sárt að binda eftir viðureignina við austurríska liðið Kärnten í Grindavík í gærkvöld. Grindvíkingar voru komnir með annan fótinn og rúmlega það í 1. umferð UEFA-keppninnar. Þeir höfðu 1:0 yfir þegar leikklukkan sýndi 90 mínútur en einni mínútu áður en sænski dómarinn flautaði til leiksloka dundi ógæfan yfir heimamenn. Bosníumaðurinn Almedin Hota jafnaði metin fyrir Kärnten og tryggði þar með sínum mönnum áframhald í keppninni en Grindvíkingar sitja eftir með sárt ennið. MYNDATEXTI. Helgi Kolviðsson, leikmaður Kärnten, með boltann í leiknum í Grindavík en heimamaðurinn Eysteinn Húni Hauksson sækir að honum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar