Ánanaust - flóð

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ánanaust - flóð

Kaupa Í körfu

Í GÆRKVÖLDI flæddi sjór yfir brimvarnargarð við Ánanaust og Eiðsgranda í Reykjavík. Eins og sést þurftu ökumenn að setja í sundgírinn og gangandi vegfarendur áttu fótum sínum fjör að launa frá sjó, grjóti og þara sem rigndi yfir þá. Afstaða sólar, tungls og jarðar þessa dagana gerir að verkum að háflæði er talsvert og varð mest í fyrrakvöld. Í gærkvöldi hefur suðvestanáttin gert illt verra, svo yfir flæddi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar