Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti

Brynjar Gauti

Alþjóðadagur gegn kynþáttamisrétti

Kaupa Í körfu

ALÞJÓÐADAGUR gegn kynþáttamisrétti var haldinn hátíðlegur í Smáralindinni í gær. Þó að tilefni dagsins væri alvarlegt og brýnt var kátt á hjalla. Fjölbreyttur hópur barna og fullorðinna komu saman til að skemmta sér undir slagorðinu "Við erum öll eins inn við beinið" af þessu tilefni. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi daginn í minningu 69 mótmælenda sem myrtir voru 21. mars 1960 er þeir mótmæltu aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar