Í eldhúsinu

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Í eldhúsinu

Kaupa Í körfu

Yngsti fjölskyldumeðlimurinn, Finnur Jónsson, er fjölfróður gutti þótt hann sé bara sex ára og veit upp á sína tíu fingur hvers konar kraftar geta búið í matnum. "Mamma og pabbi elda eiginlega bara hollan mat. Ég fæ stundum að hjálpa mömmu og pabba að elda. Þegar ég verð orðinn stór ætla ég ekki bara að elda hollan mat. Kannski, þegar ég verð átta ára eða níu fæ ég að baka svona bökur. Þær eru alltaf óhollar en við gerum þær bara stundum, þegar það eru svona veislur og þannig." Finnur hefur eins og fjölskyldan öll fallið fyrir töfrum Ítalíu þangað sem hún hefur nokkrum sinnum farið í sumarfrí. "Það er 13 stiga hiti þar," segir Finnur dreyminn um leið og hann eys ætiþistlafyllingunni á einn pastaferninginn. "Þetta er hollt," tilkynnir fræðingurinn. MYNDATEXTI Bræðandi Piadiurnar með ítalska ívafinu bræða svo sannarlega bragðlaukana, virkilega bragðgóður biti í hádeginu eða á kvöldin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar