Þóra Sigríður Ingólfsdóttir

Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Þóra Sigríður Ingólfsdóttir

Kaupa Í körfu

Síðasta bók sem ég las heitir La Classe de neige eða Skíðaferðin eftir Emmanuel Carrère og er frá árinu 1995. Bókin er býsna áhrifamikil en hún fjallar um 10 ára dreng, Nicolas, sem fer í skíðaferðalag með bekknum sínum. Nicolas fellur ekki inn í hópinn og er hálfsmeykur og óöruggur frá upphafi og ber þess merki að hafa fengið strangt og þrúgandi uppeldi. Óhugnaður liggur í loftinu frá upphafi bókarinnar. Í fyrstu birtist hann einkum í hugsunum Nicolas sem er heltekinn af sögum sem faðir hans hefur sagt honum af börnum sem hafa fundist myrt á víðavangi og búið að skera úr þeim ýmis líffæri. Þegar líður á söguna raungerist óhugnaðurinn þegar ungur drengur finnst myrtur í nágrenni skíðaskálans og böndin berast að fjölskyldu Nicolas. Sagan er ekki síst athyglisverð vegna þess að sögumanni tekst að segja ekki of mikið en þó nógu mikið til þess að lesandinn geti sett sig inn í hugarheim 10 ára drengs um leið og hann áttar sig á þeirri atburðarás sem stendur utan við skilning aðalpersónunnar. Þóra Sigríður Ingólfsdóttir ritstjóri

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar