Skátamót í Heiðmörk

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Skátamót í Heiðmörk

Kaupa Í körfu

Á ANNAÐ hundrað skátar á aldrinum 11–15 ára taka þátt í útilífshelgi skátaflokka í Heiðmörk um helgina og létu þeir rigninguna í gærmorgun ekki á sig fá. Skátarnir þurftu að leysa ýmis verkefni og þrautir sem búið var að útbúa víða um Heiðmörk auk þess sem mælst var til að þeir gistu í tjöldum – en það gaf aukastig. Skátaflokkarnir þurftu þá að halda svokallaða SMS-dagbók og gátu því foreldrar og aðrir fylgst vel með gangi mála og hvatt þátttakendur áfram með heillaskeytum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar