Dóra Pálsdóttir

Dóra Pálsdóttir

Kaupa Í körfu

Næstkomandi laugardag klukkan eitt standa fern íbúasamtök í Reykjavík fyrir opnu borgaraþingi sem þau nefna "Blessuð sértu borgin mín", en þingið verður haldið í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík. "Við héldum fyrsta íbúaþingið í fyrra og það tókst mjög vel en meðal samþykkta þingsins var að halda slíkt þing árlega. Við vonum líka að margir mæti að þessu sinni en þemað núna er íbúalýðræði og borgarskipulag," segir Dóra Pálsdóttir, einn af skipuleggjendum borgaraþingsins. MYNDATEXTI: Eldhugi Dóra Pálsdóttir er ein af aðstandendum íbúaþings á laugardag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar