Gus Gus - Nasa

Gus Gus - Nasa

Kaupa Í körfu

MEÐLIMUM GusGus fer fækkandi með hverri plötunni, en það virðist ekki há þeim að marki, þau sem eftir eru virðast eiga auðveldara með að koma sér að efninu. Áhuginn fyrir tónleikum sem GusGus hélt á Nasa sl. laugardagskvöld til að kynna plötuna Forever, var mikill. Staðurinn var gjörsamlega pakkaður þegar GusGus átti að hefja leikinn um tvöleytið. MYNDATEXTI: Gus Gus - "Platan sem verið var að kynna er auðvitað stjörnum prýdd, Páll Óskar kom í heimsókn og fór á kostum, og þá átti Daníel Ágúst góðan sprett með sínum gömlu félögum." Á myndinni má sjá Daníel Ágúst Haraldsson taka lagið á Nasa á laugardaginn ásamt sínum gömlu félögum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar